Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. mars. 2009 11:05

Vilja íslenskar geitur á bú sitt í Bandaríkjunum

Nýlega voru á ferð hér á landi amerísk hjón. Þau hafa það hugsjónastarf að varðveita búfjárstofna í útrýmingarhættu á búi sínu í Maine í Bandaríkjunum. Hjónin JoAnn og Wayne Myers fóru í heimsókn sinni meðal annars að Háafelli í Hvítársíðu og skoðuðu þar geitur á búi Jóhönnu B Þorvaldsdóttur með það fyrir augum að kynnast geitunum með hugsanleg kaup á nokkrum þeirra í huga. Á Háafelli er stærsta geitabúið hér á landi.

Í ljósi þess að íslenski geitastofninn telur einungis hálft hundrað dýra er hann skilgreindur sem stofn í bráðri útrýmingarhættu. Þau JoAnn og Wayne hafa á búi sínu ytra safnað að sér nokkrum tegundum dýra sem fáir einstaklingar eru eftir af. Þau segjast ekki hafa af þessum búrekstri háar tekjur, en selja þó ull, ávexti og grænmeti sem þau rækta, en hafa auk þess einhverjar tekjur af því að leyfa ferðafólki að skoða dýrin.

Fram kom hjá þeim hjónum að erfitt gæti reynst að fá innflutningsleyfi fyrir geiturnar til Bandaríkjanna sökum strangra reglna um innflutning eftir að kúariðan gerði vart við sig fyrir nokkrum árum. Nú sé einungis leyft að flytja inn sæði úr erlendum dýrum. Þau hjón binda engu að síður vonir við að fá leyfi til að flytja geitur út frá Íslandi enda urðu þau afar hrifin af eiginleikum íslensku geitanna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is