Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. febrúar. 2009 07:53

Grímur býður sig fram í 1. - 2. sæti í NV

Gímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð gefur kost á sér í 1.-2. sæti í forvali Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Grímur er 38 ára gamall, þroskaþjálfari að mennt og starfaði lengi sem slíkur í Reykjavík og í Danmörku. Þá starfaði hann um skeið við félagsþjónustu hjá Reykjavíkurborg og rak um árabil fyrirtæki sem stóð fyrir tónlekum á vegum fjölmargra innlendra og erlendra tónlistarmanna og heldur hina árlegu tónlistarhátíð Innipúkann í Reykjavík um verslunarmannahelgar. Sumarið 2006 tók Grímur við starfi sem bæjarstjóri í Bolungarvík. Hann er eini bæjarstjórinn  í sögu Bolungarvíkur sem ekki hefur starfað í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Frá árinu 2008 hefur Grímur verið sveitarstjóri í Dalabyggð.

 

 

„Ég legg áherslu á fjölbreytni í atvinnulífi á landsbyggðinni og umhverfismál og mun beita mér af afli gegn hugmyndum um olíuhreinsistöð og aðra mengandi stóriðju.  Ég vil að kvótakerfið verði endurskoðað og að kerfi sem byggir upp samfélagið á landsbyggðinni komi í stað fyrir núverandi kerfi  sem er bæði ósjálfbært og hefur sogið kraftinn úr landsbyggðinni mörg undanfarin ár. Tími þess er liðinn.

 

Ég legg áherslu á þau miklu gæði og hlunnindi sem eru fólgin í lífinu á landsbyggðinni. Ég mun áfram beita mér fyrir aukinni fjárfestingu í grunnþjónustu á landsbyggðinni og eflingu félagsþjónustu og landbúnaðar. Það var ekki landsbyggðin sem efndi til ofþenslunnar og það þarf að standa vörð um að landsbyggðin verði ekki látin bera of þungar byrðar á þeim samdráttartímum sem framundan eru,“ segir Grímur.

  

Grímur Atlason var á árum áður virkur í starfi VG í Reykjavík og skipaði 4. sætið á lista flokksins í Reykjavík norður við alþingiskosningarnar 2003.

Þá hefur hann getið sér gott orð sem tónlistarmaður og bassaleikari og er nú um helgina í Bolungarvík að hljóðrita nýja plötu með félögum sínum í hljómsveitinni Ekki þjóðin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is