Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. febrúar. 2009 02:34

Menningarráð Vesturlands úthlutaði 24 milljónum króna í styrki

Fulltrúar þeirra sem hæsta styrki hlutu.
Í gær var úthlutað árlegum styrkjum frá Menningarráði Vesturlands við athöfn í Leifsbúð í Búðardal. Að þessu sinni var 24 milljónum króna ráðstafað til fjölmargra aðila víðsvegar af Vesturlandi. Þetta er fjórða árið sem Menningarráðið starfar. Það var stofnað á grundvelli samnings á milli sveitarfélaganna á Vesturlandi og menntamála- og samgönguráðuneytis. Framlög í sjóðinn frá ríkissjóði eru 27 milljónir króna á árinu 2009 og munu sveitarfélögin á Vesturlandi einnig leggja til rekstrarframlög og framlög á móti úthlutuðum styrkjum.  Framkvæmdarstjóri Menningarráðs er Elísabet Haraldsdóttir.

Umsóknir í sjóðinn í ár voru 153 talsins en alls var sótt um 115 millónir króna en til úthlutunar komu 24 milljónir.  Umsóknum fjölgaði um 20 frá síðasta ári.

Jón Pálmi Pálsson, formaður stjórnar sagði við þetta tilefni að sem fyrr hafi gróskumikið og metnaðarfullt starf umsækjenda vakið ánægju nefndarmanna.  “Mörg þeirra frábæru verkefna sem við styrktum í fyrra hafa vakið mikla athygli, verið vel sótt og verið fagmannlega unnin. Þessi verkefni auðga mannlíf og draga fram svo margt jákvætt í umhverfi sínu. Allt þetta sannfærir okkur enn frekar um það hversu gríðarlega mikilvægur þessi samningur er okkur Vestlendingum og að við séum á réttri leið,” sagði Jón Pálmi. Sagði hann einnig að margar góðar umsóknir hafi borist að þessu sinni og væru þær um margt mjög metnaðarfullar, margbreytilegar og spönnuðu vítt svið hugtaksins menning. Nefndi hann t.d. kórverk, fjölmenningu, kvikmyndahátíð, fræðsluskilti, tónleikahald, klassík og leikverk.

 

Samræmt milli landshluta

Jón Pálmi sagði að síðastliðið haust hafi runnið út samningurinn við ríkisvaldið og var það verkefni Menningarráðsins á haustdögum og í vetur að vinna að endurnýjun hans með það að markmiði að efla enn meira menningarmálin á Vesturlandi og fá meiri fjármuni viðurkennda frá ríkisvaldinu með svipuðum hætti og gert hefur verið undanfarið gagnvart öðrum landsfjórðungum.  Hinsvegar kom yfir þjóðfélagið fjármálalegt óviðri sem varð til þess að landslagið gjörbreyttist til hins verra hvað fjármálin snertir.  Ekki reyndist unnt að fá samninginn endurnýjaðan nema til eins árs og væri meining ríkisvaldsins að endurnýja alla samninga við landshlutana í einu, þannig að þeir verða væntanlega samræmdir hvað fjármuni varðar svo og aðrar útfærslur í slíkum samningi.

 

Að lokum má geta þess að Skessuhorn ehf. hlaut einn af styrkjum Menningarráðs að þessu sinni. Styrknum er ætlað að gera möguleg markviss skrif og kynningu á þeim verkefnum sem Menningarráð Vesturlands styrkir í ár. Í samstarfi við Elísabetu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra og styrkþegana sjálfa, mun þessi kynning fara af stað innan tíðar og verða fastur liður í blaðinu aðra hverja viku.

 

Greint verður frá styrkþegum í Skessuhorni í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is