Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. febrúar. 2009 10:09

Karl sækist eftir forystusæti

Karl V. Matthíasson hefur tilkynnt að hann óski eftir stuðningi í 1. – 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í NV kjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Hann er búsettur á Miðhrauni II í Eyja- og Miklaholtshreppi, er kvæntur og á 3 börn. Hann er stúdent og hefur kandidatspróf í guðfræði. Hefur starfað sem sjómaður, kennari, verkamaður, prestur og alþingismaður.

Í tilkynningu segir Sr. Karl: “Nú er nauðsynlegt að stjórnmálamenn hafi hugrekki og þor til að ráðast í breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að auka  jöfnuð og réttlæti.  Auðlindamálin skipa stærstan sess. Endurskoða skal fiskveiðistjórnarkerfið og skapa þannig aukin atvinnutækifæri. Landbúnaðarkerfið er í viðjum stöðnunar. Bændur verða að geta nýtt betur þá möguleika sem fyrir hendi eru. Ég fagna nýsköpun svo sem í kornrækt, þorskeldi, kræklingarækt og á sviði ferðamennsku.

Í þessum greinum eru miklir möguleikar fyrir kjördæmið. Uppbygging framhalds- og háskóla eru mikilvægar forsendur framfara og nýsköpunar.

Herða verður róðurinn á sviði samgangna og fjarskipta en á þeim þáttum nærist öflugt atvinnulíf. Umferðaöryggi er einnig mikilvægt.  Ég hef verið talsmaður þess að okurvextir verði afnumdir, fjölskyldum og fyrirtækjum til góðs. Ég er á þeirri skoðun að skólar skuli gegna veigameira hlutverki á sviði jafnréttismála með markvissu námsefni. Taka verður á áfengis- og fíkniefnavandanum með markvissari hætti.

Þrátt fyrir kreppuna blasa við okkur mörg tækifæri sem við getum nýtt okkur ef við stöndum saman!”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is