Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. mars. 2009 02:08

Býður sig fram til formennsku og í oddvitasæti í FF

“Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í Frjálslynda flokknum á landsþingi flokksins sem haldið verður í Stykkihsólmi dagana 13.-14. mars nk. Ég hef einnig ákveðið að bjóða mig fram í efsta sætið í prófkjöri Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi sem fram fer vikuna 2.-8. mars nk.,” segir Guðni Halldórsson í Borgarnesi í tilkynningu til fjölmiðla. Hann segir að ljóst sé að miklir umbrotatímar séu í íslensku samfélagi. Sjaldan eða aldrei hefur verið mikilvægara en að íslenska þjóðin standi saman í þeim erfiðleikum sem öllum eru ljósir. Til þess þarf að veljast nýtt fólk til forystu í íslenskum stjórnmálum.”

Guðni segist vilja beita sér fyrir því að koma Frjálslynda flokknum í fremstu röð í íslenskum stjórnmálum. “Til þess þarf ég stuðning og styrka hönd félagsmanna á landsfundinum og þátttöku kjósenda í því prófkjöri sem framundan er. Átök innan þingflokks Frjálslynda flokksins og flokksins sjálfs á undanförnum árum, hafa ekki orðið til þess að auka við fylgi hans né trúverðugleika. Ég tel að sátt þurfi að nást um nýjan formann sem hefur ekki tekið þátt í innra starfi flokksins og átökum á undanförnum árum.

 

Ég legg áherslu á að skapa fjölskyldum og einstaklingum sanngjarnt samfélag með lægri sköttum og jafnri stöðu þeirra innan bótakerfisins, ég legg til að lækkaðir verði tekjuskattar á einstaklinga og fyrirtæki um helming, hafnar verði viðræður við helstu viðskiptalönd Íslands um upptöku nýs gjaldmiðils þjóðarinnar auk þess sem ég tel að skoða beri inngöngu Íslands í NAFTA. Þá hef ég það að stefnumáli fyrir komandi kosningar að flokkurinn beiti sér fyrir því að afskrifa allar skuldir hér á landi um a.m.k. 25% óháð uppruna þeirra og það eigi við jafnt um einstaklinga og fyrirtæki.”

 

Guðni er 35 ára viðskiptalögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Hann stundar meistaranám í lögfræði við sama skóla og hefur undanfarið ár rekið eigið ráðgjafafyrirtæki. Hann hefur áður starfað í fyrirtækjaráðgjöf SPRON. Hann er búsettur í Borgarnesi og á einn son.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is