Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. mars. 2009 03:30

Þórhallur kominn í mark í Vasagöngunni

Þórhallur við æfingar á Akranesi sl. haust
Hin árlega Vasaganga í Svíþjóð er gengið í dag, en þessi heimsþekkta 90 kílómetra langa skíðaganga á milli bæjanna Salen og Mora er sú fjölmennasta og vinsælasta sem gengin er í heiminum, en árlega taka um 15 þúsund skíðagöngumenn þátt í henni. Saga göngunnar nær allt aftur til ársins 1922 þegar bæjarstjórnin í sænska bænum Mora ákvað að halda til haga minningu Gustavs Eriksson, sem flúði með ævintýralegum hætti á skíðum undan ofríki Kristjáns II Danakongungs árið 1520. Gekk hann þessa löngu leið á skíðum til að sækja hjálp til að steypa konungi af stóli en Svíþjóð var þá í bandalagi með Danmörku. Þessi ævintýralegi flótti Gustavs, þótti sérstakt afrek og þykir enn. Undanfarin ár hafa hátt í eitt hundrað íslenskir skíðagöngumenn tekið þátt í Vasagöngunnim, en eitthvað færri í ár sökum efnahagsástandsins. Svo skemmtilega vill til að Skessuhorn átti fulltrúa í göngunni, en Þórhallur Ásmundsson blaðamaður er mikill skíðagöngugarpur.

Hann hefur lengst af sinni ævi búið á góðum skíðasvæðum t.d. í Fljótum og Siglufirði. Eftir að hann flutti á Akranes hefur hann haldið sér við með þjálfun á hjólaskíði og nýtir m.a. reiðhjólastíga í bænum til æfinganna.

 

Þórhallur hefur nú lokið göngunni. Hann lenti í 3802. sæti á tímanum 06:38:07 sekúndum sem er nánast sami tími og hann skíðaði á síðasta ári. Þess má geta að tíminn um 6 klukkustundir er miðlungstími, því þeir sem fá leyfi til að ljúka göngunni geta mest verið um 12 klukkutíma að skíða þessa 90 kílómetra.

 

Bestum árangri íslenku keppendanna náði Andri Steindórsson, en hann er Íslandsmeistari í skíðagöngu. Andri gekk á tímanum 5:02:45 og varð númer 501 af fimmtán þúsund sem þátt tóku göngunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is