Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. mars. 2009 11:43

Slysahrina á sömu mínútunum um allt Vesturland

Nokkur umferðaróhöpp urðu í Borgarfirði í gærkvöldi á fárra mínútna kafla. Í einhverjum tilfellum mátti rekja ástæður þeirra til hvassviðris og bráðaísingar á vegi en einnig til andvaraleysis ökumanna. Alvarlegasta slysið var banaslys á Akrafjallsvegi um klukkan 20 þegar 45 ára ökumaður bíls ók út af með þeim afleiðingum að hann kastast út úr bílnum og lætur lífið.

Á svipuðum tíma og hið alvarlega slys við Akrafjall varð, hófst hrina óhappa á veginum frá Melasveit og upp í Norðurárdal þar sem eitt leiddi af öðru. Að sögn Teodórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns í Borgarnesi þá valt fyrst bíll út af veginum í Norðurárdal. Bílstjóri og farþegar sluppu án meiðsla. Um svipað leiti fauk kerra út af veginum við Hafnarfjall og fór annar lögregluþjónn sem á vakt var um kvöldið á staðinn.

“Þá má segja að röð óhappa hafi orðið. Meðan lögreglumaðurinn og ökumaður dráttarbíls voru að athafna sig við að ná kerrunni upp á veginn og stýra umferðinni á staðnum, með blikkandi ljós á bæði dráttarbílnum og lögreglubílnum, verður ákeyrsla við hlið lögreglubílsins. Þrennt slasast og er flutt á sjúkrahús. Orsök þess var að ökumaður fer inn á rangan vegarhelming og á móti bíl sem kemur úr gagnstæðri átt. Þar sem lögregluþjónninn er þarna við umferðarstjórn þurfti hann í annað skipti að taka til fótanna og forða sér þar sem ökumaður kemur að vettvangi á allt of miklum hraða. Ökumaðurinn þess bíls var stúlka sem hafði tveggja ára ökuskírteini og spurði eftir að tal náðist af henni, hvort hún hefði átt að hægja á sér? Undarlegt háttarlag í meira lagi. Þá var einn ökumaðurinn sem leið átti framhjá vettvangi þessara óhappa svo forvitinn að hann hægði of mikið á ferð sinni. Í því kemur aðvífandi bíll á það mikilli ferð að hann þurfti að nauðhemla og aka útaf til að forða aftanáeyrslu. Sá virti ekki þá gullvægu reglu að það á að vera hægt að stöðva bíl á þriðjungi þeirrar vegalengdar sem er á milli bíla.” Þannig lýsir Theodór undarlegri hrinu óhappa sem hann vill að miklu leyti kenna andvaraleysi ökumanna og skorti á að meta aðstæður rétt.

 

Nota skal hitamælana

“Það er alveg ljóst að allt of margir ökumenn eru ekki að haga akstri sínum með tilliti til aðstæðna,” segir Theodór. Ég met það svo að þarna hafi fólk ekki verið að aka eftir aðstæðum. Það var ekki brugðist rétt við aðstæðum á veginum miðað við hitastig og jafnvel sýnt vítavert gáleysi, ekið á röngum vegarhelmingi, einn ók of hratt og þriðji ók of hægt sökum forvitni á slysstað þannig að næsti á eftir þurfti að nauðhemla af því sá ók of hratt.” Theodór veltir því jafnframt fyrir sér hvort rétt sé að loka vegum þegar óhöpp af þessu tagi eiga sér stað við ámóta aðstæður. Þá segir hann að margir ökumenn átti sig ekki á því að í flestum nýjum bílum eru hitamælar í mælaborði sem mæla hitastig utandyra. Mælar þessir eru í flestum nýjum bílum og eru staðsettir frammi í stuðara þeirra. “Þegar hitastigið sýnir þrjá gráður í plús fer að blikka ljós. Þá getur ísing verið komin á veginn og ég tala nú ekki um þegar hitastigið er komið niður í núllið. Glæraísing getur allt í einu myndast á vegum sem sést ekki. Blautur vegur breytist skyndilega í glæra hálku. Þarna í gærkvöldi mynduðust þessi skilyrði allt í einu á vegum um nánast allt Vesturland. Öll þessi óhöpp verða á tímabilinu milli 19 og 20 og eru það veðurfarsaðstæður sem breyttust samhliða andvaraleysi ökumanna sem valda öllum þessum óhöppum,” sagði Theodór.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is