Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. mars. 2009 12:08

Nortern Wave stuttmyndahátíðin komið til að vera

Dögg og dómnefndin
Stuttmyndahátíðin Nortern Wave, sem stóð yfir í Samkomuhúsi Grundarfjarðar um síðustu helgi, lauk á sunndag með því að tilkynnt var um úrslit og verðlaunamyndirnar síðan sýndar fyrir fullum sal áhorfenda. Um 200 manns sóttu hátíðina heim, bæði erlendis frá sem og heimafólk og var öll gistiaðstaða í Grundarfirði fullbókuð um helgina en bærinn býr bæði að hóteli og farfuglaheimili. “Á hátíðinni voru ekki aðeins sýndar stuttmyndir heldur voru einnig haldnir fernir tónleikar með hljómsveitunum Dlx Atx, Sykur, Anonymous og ameríska harmonikkuleikarinn Matt Rock en á laugardagskvöldið sáu Dj Kiki-OW og DJ MOKKI úr Weird girls um tónlistina. Á laugardeginum hélt franski leikstjórinn og gestadómari hátíðarinnar í ár Bertrand Mandico fyrirlestur fyrir fullu húsi og sýndi brot úr myndum sínum,” sagði Dögg Mósesdóttir í samtali við Skessuhorn.

Dómnefnd stuttmyndahátíðarinnar, sem var skipuð Bertrand Mandico, Hilmari Erni Hilmarssyni og Kristínu Jóhannesdóttur, komst að þeirri niðurstöðu að besta stuttmyndin væri myndin Smáfuglar eftir Rúnar Rúnarsson en í öðru sæti hafnaði myndin The Wedding eftir Maciek Salomon. Í flokki tónlistarmyndbanda varð myndbandið Hair eftir Milos Tomic í fyrsta sæti.

Við lok stuttmyndahátíðarinnar greindi Dögg, skipuleggjandinn og hvatamaður hátíðarinnar frá því að Menningarráð Vesturlands hefði úthlutað styrk til hátíðar að ári svo stuttmyndahátíðin í Grundarfirðir er greinilega komin til að vera.  Alls bárust um 90 stuttmyndir og tónlistarmyndbönd í keppnina að þessu sinni en af þeim voru 50 valdar til sýninga á hátíðinni.  Gjörninga- og listahópurinn The Weird Girls vakti mikla athygli á laugardag þegar þær frömdu gjörning sinn Episode 7 í snæviþöktu umhverfi á svæði Hesteigendafélags Grundafjarðar. Gjörningurinn var festur jafnharðan á filmu og vakti koma þessara 20 stúlkna á kvikmyndahátíðina verðskuldaða athygli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is