Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2009 08:13

Unnið af krafti í undirbúningi stækkunar DAB

Á undanförnum vikum hafa nokkur sveitarfélög á suðvestanverðu landinu, sem öll hyggja á byggingu hjúkrunarheimila á sínum svæðum, staðið sameiginlega að viðræðum við fulltrúa félags- og tryggingamálaráðuneytisins um aðkomu þeirra að uppbyggingunni. Þá er horft til svokallaðrar leiguleiðar, þar sem sveitarfélögin byggja húsnæðið og eiga að mestu, en ríkir leigir gegn ákveðnu verði í 25 - 35 ár. Á meðal þessara sveitarfélaga eru Borgarbyggð, Skorradalshreppur og Eyja- og Miklaholtshreppur sem eru bakhjarlar sjálfseignarstofnunarinnar sem rekur Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi ásamt Sambandi borgfirskra kvenna. Þar hafa verið uppi áætlanir um byggingu um 32 hjúkrunarrýma samhliða endurbótum á eldra húsnæði DAB. Hin sveitarfélögin sem standa að þessum viðræðum við ráðuneytið eru Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Reykjanesbær og Seltjarnarnes.

“Við höfum á síðustu dögum unnið saman að gerð minnisblaðs til ráðuneytisins um uppbyggingu hjúkrunarheimila í þessum sveitarfélögum og erum að vona að niðurstaða fáist í þær viðræður innan skamms. Við fögnum því tækifæri sem felst í hugmyndum ráðuneytisins um svokallaða leiguleið við uppbyggingu og rekstur hjúkrunarheimila og teljum bæði ríki og sveitarfélögin geta haft hag af þessari útfærslu. Helstu kostir hennar eru þeir að kostnaði við fjármögnun er dreift yfir langt tímabil og sveitarfélögin fá aukið svigrúm við uppbyggingu hjúkrunarheimila,” segir Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri DAB í samtali við Skessuhorn. Hann segir að ef að þessu verður þurfi sjálfseignarstofnun DAB að útvega fjármögnun vegna framkvæmdarinnar og bindur hann vonir við að það muni takast. “Við leggjum áherslu á að byggingarframkvæmdir geti farið af stað strax í vor.  Byggingin myndi bæta stórlega aðstæður heimilisfólks og starfsfólks á DAB og styrkja vonandi um leið verkefnastöðu byggingageirans í héraðinu á meðan framkvæmdir stæðu yfir,” sagði Bjarki.

“Við höfum undanfarna daga rætt við ráðuneytið um útfærslu leiguleiðarinnar og bindum vonir við að niðurstaða fáist í þetta mál á næstu dögum og erum bara nokkuð bjartsýn á að það gangi eftir hér á dvalarheimilinu,” sagði Bjarki að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is