Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. mars. 2009 12:12

Rokkstemning og sex rétt matseðill í Fossatúni

Ákveðið hefur verið að efna til rokkveislu í Fossatúni í Borgarfirði laugardagana 14. og 21. mars næstkomandi. “Fram til þessa hefur veitingastaðurinn í Fossatúni einungis verið opinn gegn fyrirfram pöntunum hópa sem oftast taka allan salinn. Talsvert hefur hinsvegar borið á því að undanförnu að smærri hópar t.d. 4-12 manna hafa gert fyrirspurnir sem þá hefur ekki verið hægt að sinna. Með því að hafa opið þessa laugardaga opnast möguleiki á að taka á móti hópum og einstaklingum og hugmyndin er að búa til ákveðna umgjörð sem rammast í matargerð íslensks eldhúss og gullaldar rokkstemningar til að dansa við á eftir. Sérstök áhersla er lögð á að bjóða rokkveisluna á hagstæðu verði,” segir Steinar Berg í samtali við Skessuhorn.

Hann segir að boðið verði upp á sex rétta máltíð og er meginstef matargerðarinnar að vinna með íslenskt hráefni í grunninn en auðvitað verða góðar hugmydir úr alþjóðlegri matargerð einnig notaðar.  Lax og lamb verða í forgrunni í þeim fjórum forréttum sem boðið er upp og samanstendur af tveim laxaréttum og tveim lambaréttum. Í aðalrétt er boðið upp á bjórsteikta innlærisvöðva en einnig annan valkost; dýrindis kjúklingarétt.  Í eftirréttnum sameinast hið besta úr íslenskri og írskri matargerð í formi pönnuköku með Baylies rjómakremi og bláberjum, segir Steinar

 

Það verður hljómsveitin Gammel Dansk sem ætlar að halda uppi rokkstuði frá 22:30 til klukkan 01, en þar á undan verður spilað rokkdiskótek með því besta frá gullöld rokksins 1955-1965. Þá gefst gestum kostur á að verða matvinnungar með því að tjá sig í söng í kareoke og sá/sú sem best stendur sig fær sinn mat frítt. “Hugmyndin er sem sagt sú að skapa skemmtilega samkvæmis- og partýstemningu í húsinu eftir að hafa glatt bragðlaukana svo um munar og bregða svo fyrir sig góða skapinu og rokkfætinum í lokin. Ef vel tekst til er ætlunin að prufa áfram þá hugmynd að hafa Fossatún opið á laugardögum sem veitinga og skemmtistað,” segir Steinar Berg.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is