Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2009 04:04

Segja upp og endurskoða leigu- og verktakasamninga

Í ljósi þess að leiguverð á fasteignamarkaði hefur lækkað síðustu mánuði sagði Akraneskaupstaður nýlega upp leigusamningum á íbúðum sem bærinn endurleigir til skjólstæðinga sinna. Þá hefur bærinn einnig óskað eftir endurskoðun á verktakasamningum vegna ræstinga á leikskólunum fjórum og einnig við verktaka sem Akraneskaupstaður er með þjónustusamninga við vegna viðhalds fasteigna.  Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri framkvæmdastofu Akraneskaupstaðar segir að þarna sé verið að framfylgja samþykkt bæjarstjórnar sem gerð var í tengslum við fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár.

Jón Pálmi segir að kaupstaðurinn hafi til leiguyfirráða um 50 íbúðir, um 30 íbúðir séu í eigu bæjarins og 20 séu leigðar vegna endurleigu til skjólstæðinga í félagslega kerfinu. Hann segir að þessar uppsagnir leigusamninga muni koma bæði bænum og fólkinu til góða og þegar sé búið að ná samningum um leiguverð á nokkrum íbúðum. Í dag sé útlit fyrir að leiguverð hafi lækkað um 30% á síðustu mánuðum. Jón Pálmi segir gríðarlega breytingu hafa orðið á leigumarkaðnum á Akranesi á skömmum tíma, í stað vöntunar húsnæðis stefni í að hans mati í offramboð, en á næstunni koma inn á markaðinn íbúðir í þremur nýbyggðum blokkum, ein frá Trésmiðju Snorra Hjaltasonar og tvær frá Verkvík.

 

Aðspurður hvort að með endurskoðun samninga við verktaka vegna ræstinga á leikskólum bæjarins og viðhalds fasteigna, sé í raun verið að færa fólk niður í launum, eins og tíðkast hafi hjá ýmsum fyrirtækjum að undanförnu, sagði Jón Pálmi að þarna væri ekkert samasemmerki á milli. „Fyrirtækin sem annast þessa þjónustu geta vonandi hagrætt eða endurskipulagt á þann veg að komist verði hjá launalækkun starfsfólks,“ segir Jón Pálmi, en hann tekur fram að hjá öðrum stofnunum Akraneskaupstaðar en leikskólunum séu einstaklingar í ræstingum og hann viti ekki til þess að hugmyndir séu uppi um að því fyrirkomulagi verði breytt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is