06. mars. 2009 11:02
„Ljóst er að þau markmið sem sett voru með Vaxtarsamningnum eru háleit og í sumum tilfellum óraunhæf. Þannig hefur það reynst á öllum svæðum þar sem vaxtarsamningar hefur verið gerðir og þótt árangur þeirra sé almennt augljós er ekki auðvelt að mæla hann með þjóðhagslegum mælikvörðum,“ segir Torfi Jóhannesson verkefnisstjóri Vaxtarsamnings Vesturlands í samtali við Skessuhorn. Nú er langt liðið á þann þriggja ára tíma sem Vaxtarsamningur Vesturlands náði til og stutt í að frestur renni út um styrki í síðasta hluta verkefnisins, en umsóknarfrestur er til 8. apríl nk. Í lok aprílmánaðar verður úthlutað um 20 milljónum í styrki frá Vaxtarsamningi Vesturlands.
Sjá ítarlegt viðtal við Torfa í Skessuhorni vikunnar.