Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. mars. 2009 01:02

Cosmic Call með undirbýr útgáfu geisladisks

Hljómsveitin Cosmic Call er nú starfandi af krafti á Akranesi og hyggur sveitin á útgáfu geisladisks innan tíðar. Meðlimir í hljómsveitinni eru þau Fjölnir Gíslason, Sigurmon Hartmann Sigurðsson, Bergþóra Sveinsdóttir, Pétur Ingi Jónsson og Ása Katrín Bjarnadóttir. Öll eru þau á framhaldsskólaaldri og eru ýmist við nám í Fjölbrautaskóla Vesturlands, FB eða í fjarnámi. “Við höfum öll verið í tónlistarnámi en hittumst í valfaginu tónlistarsmíði hjá honum Flosa Einarssyni í fjölbrautaskólanum haustið 2007. Þá byrjuðu þrjú okkar að vinna saman að verkefni, tókum þátt í tónlistarkeppni sama haust í skólanum og unnum hana. Eftir það tókum við pásu í nokkra mánuði en hittumst svo aftur og þá komu síðustu tveir inn í hópinn,” segja þau í upphafi viðtals sem birtist í Skessuhorni vikunnar. Hljómsveitin hét áður Pet Cemetery en hefur nú tekið upp nýtt nafn, en Cosmic Call mætti þýða sem alheimskall. Það á ágætlega við því engan bilbug er að finna á unga tónlistarfólkinu.

Sjá viðtal í Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is