Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. mars. 2009 02:06

Karitas Ósk, Magnús Ingi og Tinna til Kína

Karitas Ósk
Karitas Ósk Ólafsdóttir frá Akranesi og systkinin Magnús Ingi og Tinna Helgabörn úr Hvalfjarðarsveit hafa verið valin í landsliðið í badminton, sem fer á heimsmeistaramót landsliða, sem haldið verður í borginni Guangzhou í Kína, 10. til 17. maí nk. Auk þeirra eru í liðinu bræðurnir Helgi og Atli Jóhannessynir og Snjólaug Jóhannesdóttir en þau eru öll úr TBR, eins og reyndar Magnús Ingi og Tinna.  Nú hefur verið tekin ákvörðun um að senda landsliðið á mótið en áður hafi verið hætt við það vegna bágrar fjárhagsstöðu Badmintonsambands Íslands. Samkomulag hefur náðst um að kostnaðinum verði skip á milli BSÍ, félags hvers keppanda og keppendanna sjálfra, þannig að hægt verði að senda liðið á mótið.

 

 

Liðið, sem landsliðsþjálfarinn og Skagamaðurinn, Árni Þór Hallgrímsson hefur valið, er það sama og stóð sig vel á Evrópumótinu í Liverpool í febrúar. Þá spilaði Karitas Ósk sína fyrstu landsleiki og stóð sig vel. Það hefur hún líka gert á mótum innanlands í vetur og leikið til úrslita í einliðaleik á flestum mótum vetrarins. Til dæmis sigraði hún í einliðaleik á Reykjavíkurmótinu fyrir stuttu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is