Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. mars. 2009 04:02

Vill rannsaka flúormagn í hrossum

Eftir að fram kom talsvert flúormagn í sýnum úr hrossum sem nýlega voru aflífuð á bæ í grennd Grundartanga vegna heilsubrests, telur Sigurður Sigurðarson dýralæknir ástæðu til að rannsaka flúormagn í hrossum á svæðinu, en hingað til hafa rannsóknir á flúormagni í búpeningi einungis náð til sauðfjár. Flúormagn sýna úr hrossunum reyndist ekki yfir hættumörgum, líkt og með sauðféð hingað til.  Sýni voru tekin úr fjórum hrossum sem lógað var á bæ í nágrenni Grundartanga fyrir stuttu. Þrjú af þeim voru heimahross en það fjórða aðkomið og hafði aðeins verið á bænum í stuttan tíma. Rannsókn leiddi í ljós að mun minna flúormagn var í aðkomuhrossinu en heimahrossum. Sigurður Sigurðarson dýralæknir sagði í samtali við RUV í dag að ekkert benti hinsvegar til að flúormengun hafi valdið heilsubresti hjá hrossunum.

Hann segir þessa niðurstöðu hinsvegar næga ástæðu til að rannsaka nánar hvort hætta sé á flúormengun í hrossum vegna stóriðjunnar á Grundartanga. Í rannsóknum á flúormengun í sauðfé hefur vaxandi magn mældist í sauðfé á einum bæ í nágrenninu. Þó ekki svo mikið að það hafi haft áhrif á heilsufar skepnanna. Sigurður hefur farið fram á að mælingar verði hafnar á flúormagni í hrossum í nágrenni Grundartanga hið fyrsta og er fyrirhugað að halda fund með bændum á svæðinu áður en langt um líður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is