Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2009 10:02

Sódóma Reykjavíkur sýnd á bílastæði við Omnis

Akurnesingum og íbúum í nærliggjandi byggðarlögðum gefst kostur á bílabíói á Skaganum næstkomandi föstudagskvöld. Það er tölvuþjónustufyrirtækið Omnis sem býður upp á þetta ókeypis bílabíó í samvinnu við Símann, Opin kerfi og Öryggismiðstöðina í tengslum við Símadaga sem verða í Omnis í verslunar- og þjónustumiðstöðinni við Dalbraut á fimmtudag og föstudag.  Bjarki Jóhannesson markaðstjóri segir að þeir Omnismenn vonist eftir því að fólk fjölmenni á bílabíóið, en myndin sem sýnd verður á föstudagskvöldið er Sódóma Reykjavík, sem Óskar Jónasson leikstýrði. Myndin verður sýnd á 20 fermetra risaskjá sem komið verður fyrir á tengivagni fyrir utan verslunarmiðstöðina. Sjoppa verður á staðnum sem selur popp, gos og sælgæti þannig að stemningin verði ósvikin.

Byrjað verður að sýna tónlistarmyndbönd og auglýsingar á skjánum á miðjum degi en sýning myndarinnar hefst síðan stundvíslega klukkan 21. Hljóði Sódómu verður útvarpað í bílana, en það má einnig heyra á svæðinu.

 

Bjarki bendir einnig á að kíkja inn í Omnis á fimmtudag eða föstudag og kynna sér þau áskriftartilboð sem boðið er upp á í svokallaðri „aðgerðaráætlun Símans“. Ná þessi mismunandi tilboð bæði til notenda farsíma og heimasíma.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is