Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. mars. 2009 08:25

Aflinn minnti á eyju sem reis úr djúpinu

Aflinn í voðinni utan á Rifsara. Ljósm. SIG
Það má með sanni segja að fikiríið sé gott hjá bátunum á Breiðarfirði um þessar mundir. Hafa dragnótarbátarnir sem gerðir eru út frá Ólafsvík og Rifi verið að fá ævintýralega góð höl. Strákarnir á Rifsara SH 70 fengu heldur betur í soðið í síðustu viku eftir mikið óstuð í febrúar þar sem þeir fengu rétt rúmlega 100 tonn. Fyrstu vikuna í mars jöfnuðu þeir þannig aflann í febrúar og fengu 102 tonn á fimm dögum. Eftir að hafa fengið rúmlega 25 tonn bæði miðvikudag og fimmtudag þá veiddist ævintýralega síðastliðinn föstudag eins og meðfylgjandi mynd gefur til kynna. Um miðjan dag voru komin rétt rúmlega fimm tonn í lestina þegar skipverjar fengu 12 tonna hal og aftur var kastað. Þegar voðin var að koma upp blánaði hafflöturinn og í kjölfarið skutust upp úr hafdjúpinu 18 tonn af boltaþorski sem minntu á eyju sem væri að rísa úr djúpinu. Það tók strákana um þrjá tíma að afgreiða aflann í lestina og var þá haldið heim á leið. Við löndun komu 35 tonn upp úr lestinni og voru sælir og þreyttir sjómenn sem héldu heim aðfararnótt laugardags eftir drjúga viku.

Því má við þetta bæta að mikið af loðnu er nú að ganga við Snæfellsnes og er fiskurinn sem veiðist úttroðinn bæði af loðnu og síld. Verður gaman að sjá hvernig lífið verður í Breiðarfirði í sumar og haust þar sem loðnan fær að ganga óáreitt hér um og inn í fjörð. Þá vekur það einnig athygli sjómanna hvað mikið er af boltaþorski á svæðinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is