Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. mars. 2009 02:12

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull sat eftir á fjárlögum

Á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar í síðustu viku voru kynnt gögn sem Kristinn Jónasson bæjarstjóri hafði aflað um fjárveitingar til þjóðgarða á Íslandi árið 2009. “Af þessum gögnum má sjá að nýstofnaður Vatnajökulsþjóðgarður fær frá ríkissjóði á þessu ári 352 milljónir króna til reksturs og framkvæmda. Þá fær þjóðgarðurinn á Þingvöllum 82,5 milljónir en Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull fær einungis 28,8 milljónir. Okkur reiknast til að hingað séu því að renna einungis 8,2% af fjárveitingu Vatnajökulsþjóðgarðs og 35% af fjárveitingu Þingvallaþjóðgarðs. Þennan mun getum við ekki séð hvernig á að réttlæta,” segir Ásbjörn Óttarsson, forseti bæjarstjórnar í samtali við Skessuhorn.

Ásbjörn vill þó taka það fram að Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er eini þjóðgarðurinn sem ekki er sjálfstæð stofnun og fellur því undir rekstur Umhverfisstofnunar. Inn í áður nefndar tölur vantar því umsýslukostnað Umhverfisstofnunar. “Bæjarstjórn Snæfellsbæjar er engu að síður afar undrandi á þessum mikla mun á fjárveitingum til þjóðgarða hér á landi. Við höfum því falið Kristni bæjarstjóra að skrifa Umhverfisráðherra og óska eftir viðræðum um að Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull verði gerður að sérstakri stofnun eins og aðrir þjóðgarðar hér á landi. Það viljum við gera þar sem greinilegt er að sjálfstæðar stofnanir fá margfalt hærri fjármuni til rekstrar og stofnkostnaðar heldur en þjóðgarður sem heyrir undir stjórn Umhverfisstofnunar,” segir Ásbjörn. 

 

Í fjárlögum þessa árs var fjárveiting sem fara átti í byggingu þjóðgarðsmiðstöðvar á Snæfellsnesi felld út í heild sinni en gert hafði verið ráð fyrir 50 milljóna króna framlagi til verksins á þessu ári. “Á sama tíma ákveður Alþingi að verja 245,5 milljónum króna til nýstofnaðs Vatnajökulsþjóðgarður og Þingvallaþjóðgarður fékk 31 milljón. Þennan mun getum við ekki sætt okkur við og munum því berjast fyrir því að ríkisvaldið standi við eldri áætlanir um uppbyggingu hér,” sagði Ásbjörn að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is