Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. mars. 2009 01:04

Íslenskir fjárhundar af Vesturlandi sigursælir

Íslenskir fjárhundar af Vesturlandi voru sigursælir  á hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands sem fram fór um síðustu helgi. Kirkjufells Kringla (sjá mynd), sem er aðeins nýlega tveggja ára gömul, hlaut sitt þriðja stig til meistara, en við þann áfanga hlýtur hundurinn titilinn íslenskur meistari.  Tvö fyrri stigin fékk tíkin í janúar á síðasta ári og er því óvenju ung til að hljóta þennan titil. Kringla er úr ræktun Herdísar Tómasdóttur í Grundarfirði sem einnig er eigandi hennar. Herdís er einnig eigandi og ræktandi Kirkjufells Kappa sem einnig er íslenskur meistari og verður það að teljast frábær ræktunarárangur.

Annar íslenskur fjárhundur af Vesturlandi, Hléseyjar Krummi kom mjög á óvart á þessari sýningu. Krummi sem er liðlega ársgamall lenti einnig á verðlaunapalli. Hann hreppti þriðja sæti í opnum flokki hunda, en þetta var í fyrsta sinni sem Hléseyjar Krummi er sýndur. Ræktandi er Jóhanna Harðardóttir en eigandi Sævar Ari Finnbogason í Glóru, Hvalfjarðarsveit.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is