Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. mars. 2009 08:14

Góð staða á heimsmarkaði fyrir grásleppuvertíðina

Þrátt fyrir mjög góða grásleppuveiði á síðustu vertíð er góð staða á heimsmarkaði fyrir grásleppuhrogn, að sögn Rögnvaldar Einarssonar grásleppuveiðimanns á Akranesi, sem jafnframt er áheyrnarfulltrúi í stjórn Landssamband smábátaeigenda. Hrognaverð hefur hækkað úr 541 evrum á tunnuna í 650 evrur milli vertíða. Á síðustu vertíð var veiði íslenskra grásleppuútgerða samtals 11.661 tunnur, eða 41,2% af heildarveiði í heiminum. Á fundi veiðimanna og hrognaverkenda í Luroma á Spáni í síðasta mánuði var gert samkomulag um að heildarveiðin á komandi vertíð verði ekki meiri en 28.000 tunnur. Átta þúsund tunnur komi í hluta Íslendinga, Kanadamanna og Grænlendinga, en Norðmenn, sem eru atkvæðaminnstir í grásleppuveiðunum, veiði ekki meira en 4000 tunnur.

Spáð lakara ári í laxi og grásleppu

Rögnvaldur segir að miðað við hækkandi hrognaverð gefi auga leið að grásleppuveiðimenn fái umtalsvert meira fyrir tunnuna nú en á síðustu vertíð, þegar meðalverðið var 65 þúsund krónur. Hann býst við að heldur fleiri bátar verði gerðir út á grásleppuna núna frá Skaganum en á síðustu vertíð, eða 6-8 talsins. Heimilt var að byrja veiðar 10. mars en Rögnvaldur segir að Skagamenn muni ekki hefja vertíðina fyrr en um næstu mánaðamót, en hverjum báti er heimilt að veiða í samtals 50 daga. Aðspurður segir Rögnvaldur að miðað við fjölda rauðmaga í þorskanetum á þessum tíma sé ekki útlit fyrir sérstaklega góða vertíð að þessu sinni. Þá hafi oft verið talið að grásleppuveiðin og laxveiðin fari saman og nú sé einmitt spáð lakari laxveiði á komandi sumri en síðasta sumar. Að minnsta kosti sé útlit fyrir að komandi grásleppuvertíð verði ekki jafn góð og sú síðasta, enda þá um metvertíð að ræða sem varla sé hægt að vonast eftir nema á tíu ára fresti.

 

Tuttugu bátar í Hólminum

Sótt hefur verið stíft á grásleppuna frá Stykkishólmi. Hafnarvörður þar segir vertíðina ekki byrja fyrr en um 20. maí í vor. Síðasta vor voru gerðir út hátt í 20 bátar á grásleppu úr Hólminum. Ekki er búist við að bátum fjölgi þaðan, en eitthvað mun vera um að grásleppusjómenn óttist að heimskreppan geri það að verkum að erfiðara verði að selja afurðina nú en áður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is