Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. mars. 2009 10:13

Karl V genginn til liðs við Frjálslynda flokkinn

“Ég hef ákveðið að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn. Ákvörðun þessi helgast af því að skoðanir mínar og hugsjónir um sjávarútvegsmál á Íslandi eiga ríkan hljómgrunn í Frjálslynda flokknum,” segir Karl V Matthíasson, alþingsmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem sagt hefur skilið við flokkinn. Eins og lesendur þekkja féll Karl úr öðru sæti lista Samfylkingarinnar niður í fjórða sæti  í prófkjöri. “Viðhorf mín á þessu sviði hafa ekki skipað þann sess innan Samfylkingarinnar sem ég hefði kosið á undanförnum tveimur árum, sem kom vel í ljós í niðurstöðum prófkjörs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir skömmu,” segir Karl.

Hann segir að ein meginástæða þess að hann hafi hafið þátttöku í stjórnmálum hafi verið löngun hans til að stuðla að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfi landsins sem að hans áliti er með eindæmum ranglátt og felur í sér mikla mismunun. 

“Það hefur ekki síst komið í ljós eftir að efnahagskreppan skall á Íslandi í október á síðasta ári en ég er þeirrar skoðunar að fyrirkomulag þessa kerfis eigi stóran þátt í þeim vanda sem þjóðin glímir nú við. Því verður eitt mikilvægasta verkefni í endurreisn landsins að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu á þann veg að arður þessarar dýrmætustu náttúruauðlindar landsins komi þjóðinni allri til góða og skapi um leið fleiri atvinnutækifæri.”

 

Þá segir Karl að Frjálslyndi flokkurinn hafi ávallt sett fiskveiðistjórnunarmálin í öndvegi.  “Ég hef því ákveðið að ganga til liðs við flokkinn og hlakka ég til að eiga gott samstarf við félaga hans. Á þessum tímamótum vil ég nota tækifærið til að þakka kærum vinum mínum í Samfylkingunni samstarfið á undanförnum árum og óska þeim alls hins besta.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is