Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. mars. 2009 02:51

Guðni dregur formannsframboð sitt til baka

Guðni Halldórsson í Borgarnesi, sem fyrir stuttu síðan gaf kost á sér til formanns Frjálslynda flokksins, hefur dregið framboð sitt til baka. Í tilkynningu til fjölmiðla segist hann hafa ákveðið að styðja til formennsku Sturlu Jónsson, sem hefur gefið kost á sér ásamt Guðjóni Arnari Kristjánssyni sitjandi formanni og Magnúsi Þór Hafsteinsson varaformanni sem lýsti því yfir í morgun að hann hygðist sækjast eftir formennsku á landsfundinum sem fram fer í Stykkishólmi um helgina.

“Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á sér til formennsku í Frjálslynda flokksins á landsþingi flokksins sem hefst í dag og dreg því áður auglýst framboð mitt til baka. Ég taldi nauðsynlegt að gera breytingar á forystu Frjálslynda flokksins og hefja flokkinn á ný til vegs og virðingar í þjóðfélaginu og veita flokknum sérstöðu utan hins hefðbunda fjórflokks íslenska lýðveldisins.

Nú er það svo að tveir aðilar, sem hafa beðið umtalsverða ósigur í tveimur ólíkum prófkjörum, í tveimur ólíkum flokkum, gera tilkall til forystu í flokknum og á framboðslistum hans,” segir Guðni. Han bætir við: “Það er að mínu viti nauðsynlegt fyrir Frjálslynda flokkinn að hann fái til forystu nýtt fólk og með nýjar hugmyndir og kraft enda flokkurinn alls ekki að mælast með það fylgi sem hann ætti með réttu að vera með. Ég tel að Sturla Jónsson hafi að undanförnu sýnt það í verki að hann ber virðingu fyrir þjóðfélaginu. Hann er réttsýnn, hefur sterkan sannfæringarkraft og veit hvaða mál eru brýnust úrlausnar í þjóðfélaginu. Ég skora því á landsfund Frjálslynda flokksins og alla þá góðu stuðningsmenn mína, sem höfðu lofað mér atkvæði sínu, að veita Sturlu tækifæri til að verða formaður flokksins og forsætisráðherraefni hans.

Er það von mín að flokknum beri gæfa til að sækja fram í komandi alþingiskosningum með breiðan hóp hæfra einstaklinga sem koma með nýjar hugmyndir inn í íslensk stjórnmál í stað þess að tefla fram aðilum sem hefur verið hafnað af öðrum flokkum í prófkjörum þeirra, en slíkum aðilum á eftir að fjölga mikið á komandi dögum,” segir Guðni Halldórsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is