Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. mars. 2009 10:38

Úrskurðað Akraneskaupstað í vil í stjórnsýslukæru

Í nýlegum úrskurði samgönguráðuneytisins í stjórnsýslukæru sem lögð var fram gegn Akraneskaupstað, hafnar ráðuneytið því að stjórnsýslulög hafi verið brotin þegar meirihluti bæjarstjórnar ákvað að bjóða ekki út tölvuþjónustu sveitarfélagsins og í framhaldinu ganga til samninga við Tölvuþjónustuna SecurStore. Mat ráðuneytisins er þó að stjórnsýsla Akraneskaupstaðar í málinu hafi ekki að öllu leyti verið án annmarka. Akraneskaupstaður fór fram á að stjórnsýslukærunni yrði vísað frá ráðuneytinu. Ráðuneytið féllst ekki á rök lögfræðings Akraneskaupstaðar um að ekki væri efni til stjórnsýslukærunnar.

Það var Eyjólfur Stefánsson tölvurekstrarfræðingur og íbúi á Akranesi sem lagði fram kæruna á liðnu sumri. Eyjólfur er ósáttur með niðurstöðuna og segist nú vera að íhuga næstu skref í málinu. Það sé alveg klárt að hann sé ekki búinn að leggja árar í bát, spurningin sé í hvaða farveg hann setji málið. Í úrskurðinum er beðist velvirðingar á þeim drætti sem varð og ber ráðuneytisfólk við annríki.

Meðal spurninga sem Eyjólfur lagði fram, var hvort að gætt hafi verið að hæfis- og jafnræðisreglum.  Lögfræðingarnir Ragnhildur Hjaltadóttir og Hjördís Stefánsdóttir sem unnu úrskurðinn fyrir ráðuneytið telja að aðkoma Jóhanns Þórðarsonar að málinu orki tvímælis þar sem hann sé starfsmaður sama endurskoðunarfyrirtækis og vinni að endurskoðun reikninga fyrir Akraneskaupstað og TTS. Þá sé augljóst að tengsl forseta bæjarstjórnar og Arnar sonar hans sem jafnframt er í eigendahópi TTS, séu með þeim hætti að varðað geti við vanhæfi forseta í málinu. Ráðuneytið telur hinsvegar ekkert það fram komið sem sýni fram á að forseti bæjarstjórnar hafi haft vitneskju um aðkomu og tengsl sonar síns að TTS þegar hann tók afstöðu á fundinum þann 10. og 22. apríl 2008 þótt ekki verði hjá komist að telja stöðu hans óheppilega í þessu tilviki.

Varðandi jafnræði segir í úrskurðinum að ef eingöngu væri litið til álitsgerða umboðsmanns Alþingis, sé ljóst að það hefði verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti og í anda jafnræðis ef fleiri aðilum en eingöngu TSS hefði verið gefinn kostur á viðskiptum um tölvuþjónustu eða sveitarfélagið a.m.k. kannað slíka möguleika. Þá er það mat lögfræðinga samgönguráðuneytisins að í þeim tveimur ótímabundnu samningum sem gerðir voru um tölvumálin og ráðuneytið fékk sem gögn í úrskurðinum, vanti skýrleika og gegnsæi, „enda skuli sveitarstjórnir vera meðvitaðir um hlutverk sitt í lýðræðislegu samhengi og fara vel með það vald sem þær hafa í krafti lögmætra stöðu sinnar,“ segir í úrskurðinum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is