Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. mars. 2009 11:49

Hálkueyðing óbreytt

Óánægja hefur verið að undanförnu með hálkueyðingu meðal þeirra, sem þurfa að aka frá Akranesi að Grundartanga daglega. Gunnar Garðarsson hjá Skagaverki, sem sér um akstur hópferðabíla á þessari leið, segir að sér finnist minna um söltun nú en var meðan Vegagerðin sá sjálf um saltdreifinguna. Til dæmis sé vegurinn niður á verksmiðjusvæðið ekki saltaður og eins sé farið of seint af stað á morgnana. Sama sé að segja um Innnesveginn frá Leyni að Miðgarði en þá leið fari bílar hans á hverjum morgni. Þar sjáist ekki salt lengur.

 

 

 

Valgeir Ingólfsson hjá Vegagerðinni segir að reglurnar eigi að vera þær sömu nú og áður. Hann sagði þetta annan veturinn sem Borgarverk sjái um saltdreifinguna eftir útboð en Vegagerðin væri ekki lengur með bíla í þessi verkefni. Valgeir sagði að ef söltun seinkaði væri það út af einhverju tilfallandi sem gæti alltaf komið upp. Hins vegar væri núna farið nákvæmar eftir stöðlum en áður. “Menn hafa undanfarin ár oft verið að gera meira en kveðið var á um í reglum en slík umframkeyrsla gengur ekki lengur,” sagði hann.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is