Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. mars. 2009 03:25

Fer fram á greiðslu umsaminna launa

„Það kraumar mikil reiða á meðal launþega yfir þeirri ákvörðun að fresta umsömdum launahækkunum og horfa síðan upp á tillögur um að greiddur skuli út arður vegna góðrar afkomu fyrirtækja. Slíkt er argasta móðgun við íslenska launþega sem Verkalýðsfélag Akraness mun ekki og getur ekki sætt sig við,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA með þá ákvörðun stjórnar HB Granda að greiða 8% arð til hluthafa af 2,3 milljarða hagnaði fyrirtækisins á síðasta ári.  Í yfirlýsingu frá stjórnendum HB Granda vegna ummæla Vilhjálms segir m.a. að arðgreiðslur til hluthafa, sem hlutfall að markaðsverði hlutafjár, séu nú lægri en undanfarin ár, 0,8% í stað 1,5%. Félagið fagni því að geta haldið uppi fullri vinnu í fiskiðjuveri félagsins í Reykjavík og á Akranesi, enda sé efnahagslífinu mikilvægast að starfandi fyrirtækjum sé haldið í stöðugum rekstri.

Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA segir á heimasíðu félagsins, um leið og hann fagnar góðri afkomu HB Granda, að það standist ekki nokkra skoðun að almennt launafólk afsali sér tímabundið sínum umsömdu launahækkunum, á sama tíma og greiddur sé út arður til hluthafa, en umsamin hækkun til fiskvinnslufólks 1. mars átti að vera 13.500 krónur. „Arðgreiðslan nemur 150 milljónum króna sem myndi duga til að greiða landvinnslufólki fyrirtækisins hækkunina í átta ár. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að fyrirtækið getur staðið við þann samning sem gerður var þann 17. febrúar 2008 og á þeirri forsendu hefur stjórn Verkalýðsfélags Akraness sent forsvarsmönnum HB Granda bréf þar sem skorað er á stjórn fyrirtækisins að greiða þá launahækkun sem átti að taka gildi 1. mars sl. Með því myndi fyrirtækið sýna feikilega gott fordæmi,“ segir Vilhjálmur Birgisson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is