Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. mars. 2009 12:05

Fundarmenn vildu fresta sameiningu skólanna

Mjög góð mæting var á opinn fund sem sveitarstjórn Dalabyggðar stóð fyrir í Dalabúð í gærkvöldi um sameiningu skólastofnana. Sýnir mætingin að Dalamenn bera skólamálin mjög fyrir brjósti. Margir fundarmanna lýstu yfir andstöðu sinni við nýlega samþykkt sveitarstjórnar um sameiningu fjögurra skóla í eina skólastofnun. Á fundinum kom fram ríkur vilji fundarmanna að sameiningu skólanna verði frestað um sinn að minnsta kosti.  Grímur Atlason sveitarstjóri Dalabyggðar segir að þetta hafi verið öflugur fundur, þar sem átt hafi sér stað hreinskiptar og málefnalegar umræður. „Skólamálin eru í eðli sínu mjög viðkvæm mál sem snerta marga. Það er ósköp eðlilegt að það mæti mótstöðu þegar lagt er til að skólar verði sameinaðir. Á fundinum í gær mátti búast við því að fólk missti sig eitthvað, en fundarmenn héldu sig á málefnalegum nótum og þetta var mjög góður fundur.“

Aðspurður hvort sveitarstjórn myndi hugsanlega taka málið upp að nýju og fresta sameiningu skólanna sagði Grímur að það væri ekki óhugsandi en sveitarstjórnin ætti eftir að fjalla um málið í ljósi þessa fundar og fundur hefði verið boðaður í sveitarstjórn á þriðjudag í næst viku. „Þegar lýðræðið er annarsvegar þá má alltaf búast við að hlutir geti breyst,“ segir Grímur og á von á því að sveitarstjórnin muni vega og meta málið á næsta fundi, m.a. með tilliti til sjónarmiða sem fram komu á fundinum í Dalabúð í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is