Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. mars. 2009 08:03

Fjórir íbúafundir á Snæfellsnesi á næstunni

“Snæfellsnes á tímamótum – hamingja í heimbyggð” er yfirskrift íbúafunda sem haldnir verða á fjórum stöðum á Snæfellsnesi á næstunni.  Að fundunum standa „Kvarnir,“ hópur áhugafólks um framtíðina á Snæfellsnesi, í samvinnu við sveitarfélögin.   “Markmið fundanna er að standa fyrir samræðu meðal íbúa um hvaða tækifæri þeir sjá til að rækta „hamingju í heimabyggð.“  Þau tímamót sem við blasa í þjóðfélaginu, eru stærri en svo að við, almennir íbúar getum setið á hliðarlínunni og beðið eftir að sveitarstjórnir og ríkisvald taki ákvarðanir um þau mál sem okkur varðar.  Við þurfum sjálf að virkja okkar kraft, þekkingu og hugmyndaauðgi.  Hvaða möguleika sjáum við til atvinnusköpunar?  Hverjar eru vonir okkar og sýn á framtíðina hér á Nesinu?  Verða umhverfismálin útundan?  Hvernig getum við skapað ennþá betra samfélag?” segir Sigurborg Kr Hannesdóttir hjá Ildi í fréttatilkynningu um íbúafundina. 

Fyrsti fundurinn verður í Klifi í Ólafsvík, næstkomandi þriðjudag.  Fimmtudaginn 26. mars verður fundað á Breiðabliki og er sá fundur sérstaklega ætlaður íbúum í dreifbýli á Snæfellsnesi.  Íbúafundur í Grundarfirði verður þriðjudaginn 31. mars, í Samkomuhúsinu og síðan í Grunnskólanum Stykkishólmi, fimmtudaginn 2. apríl.  Allir fundirnir á þéttbýlisstöðunum verða kl. 20 – 22, en á Breiðabliki kl. 20.30 – 22.30.

Íbúar geta komið á hvaða fund sem þeir vilja, einn eða fleiri.  Umræðan mun snúast um viðkomandi svæði eða sveitarfélag en takmarkast ekki við það, heldur er líka horft til Snæfellsness alls. 

Sigurborg segir að fyrirkomulag fundarins verði svokallað Heimskaffi, þar sem allir taka virkan þátt í samræðu í litlum hópum, enda er samræða leið okkar mannanna til að hugsa saman.  Eftir fundina munu Kvarnir vinna úr skilaboðum og fylgja þeim eftir.  Umsjón með fundunum er í höndum Sigurborgar sem starfar hjá ILDI í Grundarfirði, en jafnframt munu fleiri úr hópi Kvarna taka þátt í fundunum.

Kvarnir urðu þannig til að fyrir um ári síðan fór fólk sem starfar hjá ýmsum stofnunum, setrum og fyrirtækjum á Snæfellsnesi að hittast einu sinni í mánuði á óformlegum súpufundum.  “Hugmyndin að íbúafundunum kviknaði út frá okkar umræðu um alla þá möguleika sem við sjáum fyrir þetta einstaka svæði sem Snæfellsnesið er.  Við vonum að íbúar komi og taki þátt í umræðunni með okkur.  Saman getum við skapað nýja framtíð á Snæfellsnesi fyrir okkur og okkar gesti.  Orð eru til alls fyrst,” segir Sigurborg.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is