Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. mars. 2009 01:07

Um tvö hundruð störf verða til við hvalveiðar og vinnslu

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. segir að veiðar á þeim 150 langreyðum sem gefið hefur verið leyfi til veiða á 2009 muni hefjast um mánaðamótin maí – júní. “Við reiknum með að ráða um 200 manns til veiða og vinnslu, en þar af verða um þrjátíu um borð í skipunum Hval-8 og Hval-9,” segir Kristján í samtali við Skessuhorn. Hann segir að hagstætt sé að hefja veiðarnar á þessum tíma árs ekki síst vegna þess að þá sé björt nótt og þá verði hvalurinn mættur á miðin.  “Lengd vertíðar fer síðan eftir veðri og vindum en það kæmi mér ekki á óvart að hún stæði fram í október.” Aðspurður reiknar Kristján með að hluti þeirra starfsmanna sem þátt tók í veiðum og vinnslu á hval fyrir 20 árum síðan muni ráða sig til starfa í vor. “Við vitum starfsmannafjöldann ekki nákvæmlega ennþá en ég hef engar áhyggjur af því að vandræði verði að manna þessi störf.

Endanlegur fjöldi ræðst hinsvegar af því vaktafyrirkomulagi sem verður, ákvæðum um hvíldartíma og öðru.” Kristján segir að vinnsla kjötsins muni að mestu fara fram í Hvalfirði og á Akranesi þar sem húsnæði Heimaskaga verður leigt undir starfsemina. Þó segir hann að rengi verði að líkindum fryst í Hafnarfirði þar sem aðstaða sé góð til frystingar á því.

Kristján segist vera bjartsýnn á söluhorfur kjötsins en það verði einkum selt til Japans auk þess sem hluti þess verður seldur hér heima og hugsanlega fari eitthvað einnig til Noregs. Aðspurður segir hann erfitt að spá hver veltan verði af veiðunum, það fari eftir nýtingu afurðanna. Kjötið sé verðmest. Þá verður spikið brætt, bein söguð niður og unnin í kjötmjöl sem notað er til íblöndunar við annað mjöl auk þess sem við vinnsluna fellur til talsvert magn af lýsi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is