19. mars. 2009 07:38
Hann þarf ekki að skammast sín fyrir farkosti sína á „rúntinum“ hann Jörundur Hákonarson í Búðardal. Jörundur á úti í skúr tvo eðalvagna sem ekki eru aðeins bílar með stórum staf heldur líka mublur, þannig eru þeir bæði innra og ytra. Kolsvart lakkið á „mekanikkinu“ undir húddinu á Chevrolet ’55 er eins og hann sé nýkominn úr kassanum. Sá bíll hefur fengið fjölda viðurkenninga á bílasýningum hér á landi og nú er Jörundur kominn með annan, Chevrolet Malibu árgerð ’78. Jörundur segist alltaf hafa haldið mikið upp á þessa bandarísku bílategund, enda leynir aðdáunin sér ekki þar sem að Jörundur brosir í hvert skiptið sem hann nefnir nafnið líkt og hann sé að tala um hjartfólgna kærustu.
Sjá viðtal við Jörund í Skessuhorni vikunnar.