Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. mars. 2009 03:03

Sögubrotunum fjölgar sífellt á vef Haraldarhúss

Haraldur og Friðþjófur vinna við skráningu mynda
Afar mismunandi er hversu vel er haldið utan um skrásetningu og varðveislu sögulegra heimilda sveitarfélaga, byggðakjarna eða héraða hér á landi. Alltaf er þó sagan til í bútum hér og hvar en ekki endilega höfð aðgengileg eða um hana hirt sérstaklega. Víða er þessum mikilvæga þætti því óverðskuldað gerð lítil skil meðan annarsstaðar finnast einstaklingar, hópar, fyrirtæki eða stofnanir sem leggja allan sinn metnað í skrásetningu sögulegra heimilda komandi kynslóðum til gagns og ánægju. Líklega má færa fyrir því sterk rök að saga Akraness sé betur og nákvæmar skráð en saga flestra annarra byggðarlaga. Þar hafa margar hendur komið að verki og svo virðist sem samtímasöguskráning hafi verið mönnum í blóð borin á þessum stað frá fyrstu tíð.

Meðal þátta í þeirri sögu er saga forfeðra Haraldar Sturlaugssonar fyrrum framkvæmdastjóri HB á Akranesi sem vissulega er samofin atvinnusögu bæjarins. Haraldur sjálfur hefur lagt mikið starf að mörkum við skráningu heimilda og miðlun þeirra undanfarin ár. Blaðamaður Skessuhorns kom við í Haraldarhúsi í liðinni viku og fékk að forvitnast um hið nýja form sögumiðlunar sem Haraldur hefur tileinkað sér og grúsk hans í kjallaranum á Haraldarhúsi við Vesturgötu 32.

 

Sjá viðtal í Skessuhorni sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is