Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. mars. 2009 09:05

Starfsfólk Fellsenda safnaði fyrir ýmsum búnaði

Starfsfólkið við gjafirnar
Við athöfn í hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Dölum sl. fimmtudag afhentu starfsmenn til heimilisins ýmsa muni sem þeir keyptu fyrir ágóða af sölumarkaði sem þeir efndu til í síðasta mánuði. Afrakstur markaðarins varð mun meiri en í fyrstu var vonast til og dugði m.a. til kaupa á tveimur sérútbúnum stólum til að starfmenn geti sinnt betur sjúklingum heimilisins, hljómflutningstækjum til nota bæði inni á heimilinu og í iðju, kvikmyndatjaldi, bollastelli, tveimur vatnsvélum og örbylgjuofni.   Anna Margrét Guðmundsdóttir forstöðumaður hjúkrunarheimilisins á Fellsenda segir að sú hugmynd hafi kviknað meðal stafsmanna í byrjun ársins hvort ekki væri hægt að gera eitthvað til að bregðast við þeim niðurskurði sem við blasti á ýmsum sviðum í þjóðfélaginu. Þá hafi hugmyndin að markaðnum kviknað og gerður hafi verið út leiðangur í verslanir í höfuðborginni til að fá ýmsan varning á markaðinn.

Anna Margrét segir að allsstaðar hafi þeim verið vel tekið og fljótlega komið í ljós að fyrirhugaður markaður myndi gefa meira af sér en andvirði einnar vatnsvélar eins og fyrstu væntingar gengu út á.

 

Hjúkrunarheimili hefur verið starfrækt að Fellsenda í Dölum í rúm 40 ár, en tvö ár eru síðan heimilið flutti í nýtt og hentugt húsnæði. Fellsendi er eina heimili sinnar tegundar á landinu en þar dvelja nú 26 geðfatlaðir aldraðir sjúklingar og öryrkjar. Starfsfólk á Fellsenda er um 30 talsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is