Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. mars. 2009 01:11

Skipst á móðurmálum við Palestínufólkið

„Ég kenni þeim íslensku og þau mér arabísku í staðinn,“ segir Rögnvaldur Einarsson sem kennir unglingum frá Palestínu íslensku í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Rögnvaldur, sem reyndar er nýlega kominn á eftirlaun, varð við kallinu þegar íslenskukennara vantaði handa nemendum frá Palestínu í vetrarbyrjun.  Blaðamaður Skessuhorns leit inn í íslenskutíma hjá Rögnvaldi fyrir skömmu. Þeir eru þrír nemendurnir en reyndar voru þeir aðeins tveir hjá honum þennan dag. Sá elsti í hópnum Mustafa var með leyfi þar sem hann þurfti að mæta í vinnu á pizzastað í Reykjavík. Muhamed var veikur en í hans stað til að leysa verkefnin í íslenskunni kom Alaa, sem er bróðir hans og ári yngri og ennþá í grunnskóla, nemur því íslenskuna í Brekkubæjarskóla. Eina stúlkan í hópnum er Maha, 16 ára gömul og á fyrsta ári í framhaldsskóla.

Alaa er glaðvær piltur og þegar farinn að tala íslenskuna nokkuð vel. Alaa segir að þegar hann kom í Brekkubæjarskóla í haust, hafi jafnaldrar sínir byrjað að kenna sér, þeir hafi sagt: „borða kex, dansa sex og drekka whiský.“ Og svo hlær Alaa og þau hin.

 

Sjá viðtal við Rögnvald og krakkana í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is