Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. mars. 2009 03:58

Ljúf tónlist á TónVest

Hinn árlegi Músíkfundur á Vesturlandi, svokölluð TónVest hátíð, fór fram í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi í dag. Þar fluttu nemendur tónlistarskólanna á Snæfellsnesi, Borgarbyggð, Dölum og Akranesi vandaða tónlistardagskrá. Stóðu tónleikarnir yfir í um klukkutíma og þarna kom fram þverskurður að því sem fram fer í tónlistarskólunum. Kynnir á tónleikunum var Friðrik Vignir Stefánsson, sem var tónlistarkennari í Grundarfirði þegar TónVest var hleypt af stokkunum. Þá beitti Friðrik sér fyrir því að öllum þátttakendum væri boðið í pizzuveislu að tónleikum loknum og hefur sá siður haldist síðan. Hersingin hélt því í Galito að tónleikunum loknum.

Meðfylgjandi mynd er af lokaatriði TónVest en það kom frá Stykkishólmi. Þar léku Sigrún Eir Þorgrímsdóttir, Soffía Oddsdóttir og Símon Karl Sigurðsson lmeð aðstoð þeirra Benedikts Óskarssonar og Berglindar Gunnarsdóttur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is