Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. mars. 2009 12:04

Spennuleikur og Snæfell í undanúrslitin

Snæfellingar lentu í kröppum dansi á lokamínútum oddaleiksins í Hólminum í gærkveldi og geta prísað sig sælan að vera komnir í undanúrslitin þrátt fyrir að hafa verið sterkari aðilinn lengstum í leiknum í gærkveldi. Snæfell mætir Grindvíkingum í undanúrslitum og KR-ingar mæta Keflvíkingum. Verður fyrsti leikur Snæfells og Grindavíkur suður með sjó á mánudagskvöldið. Leikurinn í gær var í járnum til að byrja með og mikil taugaveiklun hjá báðum liðum. Í öðrum leikhluta náði Snæfell afgerandi yfirhöndinni í leiknum og leiddi með 11 stigum í leikhléinu 38:27. Munurinn var á þessum nótum fram á síðustu mínútur en Stjörnumenn voru ekki á því að gefast upp og náðu að minnka muninn í eitt stig þegar um þrjár mínútur voru eftir. Þá gerði besti maður Stjörnunnar, Justin Shouse, sig sekan um að fá á sig tæknivíti. Við það náði Snæfell sjö stiga mun og héldu þá margir að björninn úr Garðabænum væri unnin, en svo var ekki aftur stigu Stjörnumenn upp og áttu möguleika í tvígang að jafna með þriggja stiga körfu undir lokin. Snæfellingar stóðust pressuna og fögnuðu í lokin tveggja stiga sigri sem stóð tæpt, 73:71.

Jón Ólafur Jónsson var einna bestur í liði Snæfells, skoraði 20 stig, tók fjögur fráköst og átti tvær stoðsendingar. Sigurður Þorvaldsson kom sterkur til baka frá síðasta leik og skoraði 17 stig. Hlynur Bæringsson átti erfitt uppdráttar framan af leik, en var góður á mikilvægum kafla í seinni hálfleiknum, skoraði 14 stig og tók fjölda frákasta eins og vanalega. Lucious Wagner gerði 10 stig, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 6, Solbodan Subasic 4 og Atli Rafn Hreinsson 2.

Hjá Stjörnunni voru útlendingarnir tveir stigahæstir með 16 stig, næstir komu Ólafur J. Sigurðsson með 13 og Fannar Helgason gerði 11 stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is