Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. mars. 2009 04:04

Ellefta landsráðstefna Staðardagskrár 21 er í Hólminum

Ellefta landsráðstefna Staðardagskrár 21 á Íslandi var sett í Stykkishólmi í dag. Hundrað gesta eru skráðir til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því sú fjölmennasta hingað til, að því er fram kemur á vef umhverfisráðuneytisins. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra sagði í setningarávarpi að mikið hefði áunnist á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að Staðardagskrárstarfið á Íslandi hófst fyrir alvöru með ráðningu verkefnisstjóra á vegum umhverfisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umræðan um umhverfismál hefði breyst og augu mann hefðu opnast í auknum mæli fyrir því hvernig þau væru óhjákvæmilega samofin samfélagsmálum og efnahagsmálum. Hún sagði þessa heildstæðu sýn vera kjarna sjálfbærrar þróunar og á þeim kjarna þyrfti að klifa stöðugt, þar til hann hefði síast inn í alla króka og kima mannlegrar tilveru.

Samkvæmt núgildandi samningi umhverfisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um Staðardagskrárstarfið á landsvísu leggja samningsaðilar samtals um fimm milljónir króna til verkefnisins á ári. Þessu til viðbótar hafa umhverfisráðuneytið og iðnaðarráðuneytið í sameiningu lagt til sjö milljónir króna á ári samkvæmt samningi ráðuneytanna um sérstakt átak til að styðja við Staðardagskrárstarf í fámennustu sveitarfélögunum á landsbyggðinni.

Báðir ofangreindir samningar renna út í lok þessa árs og jafnframt rennur út samningur Sambands íslenskra sveitarfélaga við UMÍS ehf. Environice í Borgarnesi um rekstur Staðardagskrárskrifstofunnar. Umhverfisráðherra vakti athygli á því í ávarpi sínu að taka yrði afstöðu á þessu ári til áframhalds þessa starfs á landsvísu. Hún sagðist leggja áherslu á að starfinu yrði fram haldið, enda væri það brýnna nú en nokkru sinni.

Nú hafa 30 sveitarfélög samþykkt framkvæmdaáætlun til langs tíma í anda Staðardagskrár 21, og í tveimur til viðbótar er til samþykkt Staðardagskrár fyrir hluta sveitarfélagsins. Alls hafa 67 af 78 sveitarfélögum landsins komið að þessu verkefni með einhverjum hætti. Þá hafa 55 sveitarstjórnir samþykkt Ólafsvíkuryfirlýsinguna, þar sem sveitarstjórnir lýsa yfir vilja til að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi í allri ákvarðanatöku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Um sótthví

Grundarfjarðarbær

Sumarstörf 2020

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 16. mars 2020

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 15. mars 2020

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is