Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. mars. 2009 04:38

Starfsfólk HB Granda fær áður umsamdar launahækkanir

Stjórn HB Granda hefur ákveðið að greiða starfsfólki fyrirtækisins þær launahækkanir sem samið hafði verið um að tækju gildi 1. mars, áður en aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman um að fresta þeim.  Ákvörðunin var kynnt starfsfólki fyrirtækisins í dag. Alla síðustu viku hefur HB Grandi verið gagnrýnt harðlega af verkalýðsforystunni fyrir arðgreiðslur til eigenda á sama tíma og frestað hafði verið áður umsaminni launagreiðslu til almenns starfsfólks. Mál þetta opnaði Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA, en forusta ASÍ gekk í framhaldinu í málið einnig og hefur nú unnið fullnaðarsigur.

“HB Grandi er í Samtökum atvinnulífsins og þar með sjálfkrafa aðili að samningnum um áðurnefnda frestun. Efling-stéttarfélag skoraði nýverið á fyrirtækið, í ljósi afkomu þess, að greiða áður umsamdar hækkanir. HB Grandi hefur í dag á fundi með formanni og skrifstofustjóra Eflingar-stéttarfélags og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins svarað erindinu jákvætt. Ákvörðunin nær til allra starfsmanna fyrirtækisins sem frestunin náði yfir, annarra en æðstu stjórnenda þess og gildir frá 1. mars,” segir í tilkynningu frá HB Granda í dag.

 

Þá segir einnig: “Stjórnendur HB Granda harma þá neikvæðu umræðu, sem verið hefur um fyrirtækið undanfarna daga enda hafa þeir kappkostað að eiga góð samskipti við starfsfólk félagsins og verkalýðsforystuna. Það er von þeirra að þessi ákvörðun skapi frið um rekstur fyrirtækisins sem er mikilvægur fyrir starfsfólkið og þjóðarbúið í heild.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is