Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. mars. 2009 02:01

Hrognavinnsla Vignis greiðir umsamdar hækkanir

Forsvarmenn hrognavinnslu Vignis G. Jónssonar á Akranesi tilkynntu starfsfólki sínu í síðustu viku að fyrirtækið myndi standa við umsamdar hækkanir í kjarasamningum, 13.500 króna launahækkun frá 1. mars sl. Hjá Vigni G. Jónssyni starfa um 30 manns. Þetta rótgróna fyrirtæki á Akranesi, sem byggir starfsemi sína að stærstum hluta á vinnslu grásleppu- og þorskhrogna, hefur ekki verið mikið í því að hreykja sér í gegnum tíðina og það var ekki fyrr en Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness fór að kanna það hvort fyrirtæki á svæðinu hefðu borgar umsamdar launahækkanir, sem í ljós að umrætt fyrirtæki hefði gert það auk HB Granda.

„Stjórn Verkalýðsfélags Akraness vill taka ofan fyrir forsvarsmönnum þessa góða rótgróna fjölskyldufyrirtækis Vignis G. Jónssonar. Stjórn VLFA vill halda áfram að skora á öll fyrirtæki sem hafa fjárhagslega burði til að standa við áður umsamdar launahækkanir, að láta þær taka gildi strax,“ segir Vilhjálmur á heimasíðu félagsins. Hann segir þar einnig að það sé ljóst að til séu fyrirtæki sem standi vel og hafa, eins og Verkalýðfélag Akraness og fimm önnur landsbyggðarfélög bent á, alla burði til að standa við kjarasamninginn sem gerður var 17. febrúar 2008. Sem kunnugt er náðist samkomulag milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins um frestun umsaminna kauphækkana. Var það m.a. gert í ljósi þess að fyrirséð væri að í heildina væru sjávarútvegurinn í landinu í erfiðri stöðu um þessar mundir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is