Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. mars. 2009 09:07

Gullpensillinn í Borgarnesi

Síðastliðinn laugardag opnaði í Safnahúsi Borgarfjarðar sýning  með verkum Gullpensla, en Gullpensillinn er félagsskapur 14 málara sem hafa sýnt saman bæði hér heima og erlendis.  Málararnir hafa vakið verðskuldaða athygli og jafnvel verið kallaðir landslið íslenskra málara. Þeir Gullpenslar sem eiga verk í  Safnahúsinu eru: Daði Guðbjörnsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, JBK Ransu, Jóhann Ludwig Torfason, Sigríður Ólafsdóttir og Sigurður Árni Sigurðsson. Verkin eru unnin út frá mismunandi forsendum með mismunandi tækni svo sem olía á striga, akríl á krossvið, dúk – tréristur og stafræn málverk.

Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að skoða verk kunnra samtíma listamanna við bæjardyrnar og því um að gera að bæta við þekkinguna, víkka sjónarhornið, hafa gaman og jafnvel uppgötva nýjar hliðar á sjálfum sér. Klukkan 12.00 næstu tvo föstudaga, þann 27. mars og 3. apríl, verður boðið upp á ókeypis hádegisleiðsögn fyrir starfsmenn stofnana og almenning. 

 

Sýningin stendur til 17. apríl.  Kjörið að rækta sjónlistina og seðja svo matarlystina svo sem í Geirabakaríí eða Landnámssetri í góðra vina hópi.

 

-Helena Guttormsdóttir

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Helga Þorgils og frú ræða við Halldór Baldursson  teiknara á opnunardegi sýningarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is