Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. mars. 2009 05:19

Sigruðu í forritunarkeppni framhaldsskólanna

Forritunarkeppni framhaldsskólanna var haldin í Háskólanum í Reykjavík um síðustu helgi. Keppt var í þremur deildum; delta-deild sem er fyrir byrjendur í forritunarnámi, beta-deild sem er fyrir lengra komna og alfa deild fyrir enn lengra komna. Alls kepptu níu lið í alfa deild, 5 lið í beta deild og 23 lið í delta deild.

Fjölbrautaskóli Vesturlands sendi þrjú lið til keppni, eitt í beta deild og tvö í delta deild. Liðin sem kepptu fyrir hönd skólans í delta deild lentu í 8. og 9. sæti í deildinni en þau sem kepptu í b-deild fóru með sigur af hólmi og höfnuðu í fyrsta sæti.

Delta-lið skólans voru þannig skipuð að í öðru voru Pétur Rafnsson, Gísli Þór Ásgeirsson og Jóhann Ingi Ævarsson og í hinu voru Leó Daðason, Ívar Haukur Sævarsson og Guðmundur Þorvalds Einarsson. Í beta-liði skólans voru Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Ragnar Harðarson og Aron Öfjörð Jóhannesson. Þau eru á meðfylgjandi mynd sem Atli Harðarson tók.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is