Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. mars. 2009 10:02

Metaregn á Íslandsmeistaramóti í sundi

Hrafn og Inga Elín.
Ljosm. gk
Um síðustu helgi fór fram Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug í Reykjavík en það mót er einn af hápunktum sundársins hér á landi. Sundfélag Akraness sendi 17 manna sveit á mótið sem svo sannarlega stóð sig vel.  Þau Inga Elín Cryer og Hrafn Traustason urðu bæði Íslandsmeistarar, Inga Elín Í 400 metra fjórsundi og Hrafn í 200 metra fjórsundi.  Að auki vann Inga Elín til tveggja silfurverðlauna og einna bronsverðlauna og Hrafn nældi sér í silfur og brons til viðbótar við gullið.  Aðrir sundmenn Sundfélags Akraness sem unnu til verðlauna voru þau Rakel Gunnlaugsdóttir með þrenn silfurverðlaun, Ágúst Júlíusson sem vann til silfurverðlauna og Jón Þór Hallgrímsson sem nældi í brons. 

Að sögn Gunnars H Kristinssonar formanns Sundfélags Akraness var liðið í heild að standa sig mjög vel og meðal annars hafi 21 Akranesmet verið sett um helgina og það sé nú talsvert afrek þar sem Skagamenn hafi ætíð haft á að skipa miklum afreksmönnum í sundi.

 

Þeir sundmenn sem settu Akranesmet um helgina voru þau Inga Elín Cryer, Hrafn Traustason, Salome Jónsdóttir, Ágúst Júlíusson, Kristinn Gauti Gunnarsson, Jón Þór Hallgrímsson, Rakel Gunnlaugsdóttir og Gunnar Smári Jónbjörnsson.  Inga Elín Cryer náði að auki lágmörkum á Evrópumeistaramót unglinga sem haldið verður í Prag í sumar og þau Hrafn Traustason og Salome Jónsdóttir náðu lágmörkum í unglingalandsliðsverkefni Sundsambands Íslands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is