Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. mars. 2009 08:02

Allskonar óhöpp í umferðinni

Fjögur umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku. Þar af varð eitt við ótímabæran framúrakstur á þjóðveginum við Fiskilæk sl. sunnudag. Ökumaður sem ók fram úr var kominn hálfa vegu þegar hann missti stjórn á bifreið sinni, sem rakst utan í bílinn sem hann var að fara framúr. Mikil ísing var á veginum og virtist ökumaðurinn ekki meta aðstæður rétt. Þá valt jeppabifreið á norðurleið í hálkukrapa sunnan í Holtavörðuheiðinni á mánudag.  Bifreiðin valt heilan hring á veginum og hafnaði því aftur á hjólunum. Ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsl og var fluttur með sjúkrabifreið til læknisskoðunar. Þá valt jeppabifreið á þjóðveginum sunnan við Borgarfjarðarbrú á þriðjudag í síðustu viku. Ökumaður, sem var einn í bílnum, slapp án teljandi meiðsla. Í báðum tilfellum voru bílar óökufærir og fluttir með kranabíl á brott.

Einn ökumaður var tekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í umdæmi LBD í liðinni viku. Reyndist hann einnig vera með lítilræði af fíkniefnum á sér.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is