Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. mars. 2009 09:02

Landsmenn fóru að meðaltali 1,3 sinnum í leikhús

Alþjóða leiklistardagurinn er í dag, 27. mars. Í tilefni þess tók Hagstofa Íslands saman upplýsingar um leikstarfsemi hér á landi á liðnu ári. Þar kemur meðal annars fram að samanlagður fjöldi gesta á leiksýningar leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleikfélaga nam ríflega 414 þúsundum á síðasta leikári, leikárinu 2007 til 2008. Þetta samsvarar því að hver landsmaður hafi sótt leiksýningu 1,3 sinnum á leikárinu. Gestum fækkaði nokkuð frá fyrra leikári. Á síðasta leikári voru færðar á svið 231 uppfærsla og var sýningarfjöldi 3.339 talsins.   35 áhugaleikfélög færðu á fjalirnar samtals 81 leiksýningu víðs vegar um landið. Þrjár af hverjum fjórum uppfærslum voru leikverk eftir innlenda höfunda. Fjölmargir einstaklingar koma að uppfærslum áhugaleikfélaga á ári hverju. Samanlagður fjöldi flytjenda á síðasta leikári var hátt í 1.600 manns. Félögin sýndu 457 sinnum fyrir um 30 þúsund gesti.

Til gamans má geta þess að eitt af öflugustu áhugaleikhúsum landsins, Ungmennafélag Reykdæla í Borgarfirði, frumsýnir í kvöld frumsaminn söng- og gamanleik í Logalandi. Nefnist hann Töðugjaldaballið - Sendu mér SMS. Verkið sömdu þeir Bjartmar Hannesson á Norðurreykjum og Hafsteinn Þórisson á Brennistöðum. Um 30 manns koma að uppfærslu sýningarinnar í söng, dans og leik.

 

Þá eru nú í gangi sýningar á hinu sígilda leikverki um Línu Langsokk í Brún í Bæjarsveit. Verkið hefur fengið góða dóma og mikla aðsókn. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is