Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. mars. 2009 11:20

Hefur búið á Ökrum lengst þriggja einsetukarla

Ásmundur Ásmundsson bóndi á Ökrum á Mýrum er einn fárra bænda sem enn hefur stóð hrossa í þeim tilgangi að selja folöld á haustin til slátrunar. Ræktunarstarf er í sjálfu sér ekkert og ekki eitt hrossa hins aldraða bónda er tamið. Engu að síður eru þau spök og hægt að ganga að þeim flestum. Stóðið er nú heim við bæ en hluti þess úti á mýraflákunum skammt frá bæjarhúsunum. Ásmundur kom barnungur að Ökrum ásamt móður sinni eftir að faðir hans hafði drukknað þegar hann var að fara með kú út í eyju. Sautján ára var honum gefinn svokallaður vesturbær sem er hluti Akrajarðarinnar. Ásmundur hefur framfleytt sér með ýmsu móti í gegnum tíðina. Lengst af var hann með búskap og nýtti hlunnindi sem jörðin og sjórinn gaf, en einnig sótti hann ýmsa vinnu utan heimilisins. Í dag er hann einn og unir hag sínum vel.

Hann vill sem minnsta aðstoð þiggja en er þó þakklátur fyrir að hann fær aðstoð við að gefa útiganginum enda eru dráttarvélarnar hans orðnar lúnar eins og raunar bóndinn sjálfur. Ásmundur hefur aldrei verið við kvenmann kenndur, leiðist raunar konur.

 

Ítarlegt viðtal er við Ásmund í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is