Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. mars. 2009 12:35

Ný bryggja rétt við lóð björgunarsveitarinnar

Björg við nýju bryggjuna. Ljósm. sig.
Björg, skip Slysavarnafélagsins Lífsbjargar, hefur nú verið lagt við nýja flotbryggju í höfninni í Rifi. Nýja bryggjan er beint niður af lóðinni sem björgunarsveitin hefur fengið til byggingar björgunarmiðstöðvar. Davíð Óli Axelsson, formaður björgunarsveitarinnar Lífsbjargar segir þetta henta mjög vel. “Við komum til með að geta farið með allan búnað til og frá skipinu nokkurra metra leið að björgunarmiðstöðinni,” segir hann og bættir við að nú væri fjármögnun fyrsta áfanga hússins á lokastigi. “Það verður væntanlega gengið frá fjármögnuninni í lok þessarar viku eða í þeirri næstu. Í fyrsta áfanga verður húsið gert rúmlega fokhelt en það er um 600 fermetrar að stærð. Að byggingarframkvæmdum stendur einnig með okkur kvenndeild Helgu Bárðardóttur.”

 

 

Búið er að taka tilboði Nesbyggðar í byggingu björgunarmiðstöðvarinnar og reiknað er með að hafist verði handa um leið og fjármögnun er lokið og öll leyfi liggja fyrir. Nú er verið að leggja lokahönd á teikningar. “Við reiknum með að þessum fyrsta áfanga verði lokið um mitt sumar,” segir Davíð Óli Axelsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is