Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. mars. 2009 01:03

Skipin landa kolmunnanum hvert af öðru

Faxi er nú að landa á Akranesi.
Skip HB Granda landa þessa dagana hvert af öðru kolmunna til vinnslu í mjölverksmiðunni á Akranesi. Í morgun kom Faxi með milli 1300 til 1400 tonn til löndunar á Akranesi en í gær landaði Ingunn 1800 tonnum, eða fullfermi, og sl. mánudag kom Lundey með 1300 tonn. Skipin eru því að koma með um 4.500 tonn frá því um helgi og nóg verður að gera hjá starfsmönnum bræðslunnar á næstu dögum.  Vilhjálmur Vilhjálmsson í uppsjávardeild HB Granda segir að hráefnið sé gott og núna hafi betur viðrað við veiðar og þær tekið styttri tíma en í veiðiferð skipanna á undan. Öll skipin voru nú að koma úr sinni annarri veiðiferð á kolmunna og var aflinn heldur meiri núna en í fyrstu veiðiferð.

Eftir er um 11 þúsund tonn af kvóta HB Granda, sem þýðir 2-3 veiðiferðir á hvert skip til viðbótar. Vilhjálmur býst við að áfram verði landað á Skaganum, að kolmunninn muni áfram halda sig á miðunum djúpt suður af landinu, eða um 250-300 sjómílur vestur af Írlandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is