Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. mars. 2009 01:13

Urgur í sjálfstæðum Skagamönnum

Talsverðrar óánægju gætir í röðum sjálfstæðismanna á Akranesi með niðurstöðu prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi um síðustu helgi. Þar hafnaði enginn Skagamaður í öruggu sæti fyrir komandi kosningar en sá sem komst næst þingsæti er Bergþór Ólason sem hafnaði í fimmta sæti í prófkjörinu. Akurnesingar benda á að bæjarfélagið sé langstærsti byggðarkjarninn í kjördæminu og ef flokkurinn eigi að ná árangri í kosningum þurfi að vera hægt að tefla fram einstaklingum víðsvegar að úr kjördæminu. Benda þeir á að þrír af fjórum fulltrúum í efstu sætum listans séu Vestfirðingar. Við talningu atkvæða í prófkjörinu sl. sunnudag hefði greinilega komið í ljós að Akurnesingar og Borgfirðingar hefðu verið að kjósa sterkan lista með áherslu á dreifingu frambjóðenda víða að, en sama hefði ekki verið uppi á teningnum þegar atkvæði Snæfellinga og Vestfirðinga hefðu komið upp úr kjörkössunum.

Óánægjan Skagamanna ristir svo djúpt að menn hafa jafnvel rætt að fara af stað með sérframboð. Samkvæmt núgildandi kosningalögum yrði hinsvegar afar hæpið að slíkt sérframboð næði tilætluðum árangri.

 

“Það er ekkert leyndarmál að menn eru ekki ánægðir með niðurstöðuna og er ég þar á meðal,” segir Þórður Þórðarson bæjarfulltrúi á Akranesi sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig nánar um málið.

 

Þurfum líka naflaskoðun

Magnús Brandsson er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi. “Ég er mjög óánægður með niðurstöðu prófkjörsins, það er engin launung á því. Það er mín skoðun að þetta sé allt ágætis fólk sem náði bestum árangri í prófkjörinu, um það er ekki deilt. Hins vegar er landfræðileg skipting, hvaðan þessir væntanlegu þingmenn koma, óheppileg í ljósi stærðar kjördæmisins. Við þurfum hugsanlega sjálfir að fara í naflaskoðun Skagamenn og ekki vera lausir við sjálfsgagnrýni, e.t.v. hefðum við þurft að vinna þetta einhvern veginn öðruvísi,” sagði Magnús Brandsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is