Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. mars. 2009 02:20

Hvetja fyrirtæki til að sýna ábyrgð

Fundur stjórnar Stéttarfélags Vesturlands sem haldinn var í gær hvetur til siðbótar í íslensku efnahags- og atvinnulífi. “Á undanförnum árum hefur samfélagið gleymt sér í taumlausri græðgisvæðingu þar sem enginn er maður með mönnum nema tala í milljónum, eða milljörðum á milljarða ofan. Efnahagsreikningar fyrirtækja og fjármálastofnana hafa oft verið settir fram með ævintýralegu mati á óefnislegum eignum og í raun allt hagkerfið blásið út í blöðrum, sem hlutu að springa fyrr eða seinna. Aðgangur að lánsfé hefur verið með þeim hætti að hvort sem um er að ræða almenning í landinu eða fyrirtæki, þá hefur ekki verið nokkur vandi að sökkva sér í botnlausar skuldir á örskömmum tíma. Nú súpum við heldur betur seyðið af þeirri skuldasúpu,” segir í ályktun félagsins.

Arðgreiðslur bíði

Stjórn Stéttarfélags Vesturlands telur að launafólk í landinu hafi sýnt vilja sinn í verki að takast á við vandann af ábyrgð, með því að sætta sig við að fresta endurskoðun kjarasamninga til sumars. “Atvinnulífið verður á sama hátt að sýna ábyrgð og breyta háttum sínum, þannig að þau fyrirtæki sem skila hagnaði, leggi hann inn í fyrirtækin til atvinnuuppbyggingar. Hafi fyrirtæki burði til þess að greiða starfsmönnum sínum þau laun sem þeir hefðu átt að fá frá 1. mars, hefði ekki orðið af frestun, verði forgangsröðunin sú að fyrst komi starfsmennirnir og svo nauðsynleg uppbygging. Næstu misseri verði arðgreiðslur aftar í röðinni.

Það er sameiginlegt verkefni launafólks, fyrirtækja og stjórnvalda að byggja samfélagið upp að nýju. Með samstilltu átaki getum við rétt úr kútnum og náð þeirri sátt sem verður að verða um leiðir að skiptingu verðmæta í samfélaginu. Gífuryrði og  ómálefnalegar yfirlýsingar úr hvaða munni sem þau koma, leiða ekki til þeirrar sáttar,” segir í lok samþykktar á fundi stjórnar Stéttarfélags Vesturlands í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is