Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2009 01:02

Vallarselskrakkar heimsóttu tónlistarskólann

Hljóðfæraleikarar framtíðarinnar komu í heimsókn í Tónlistarskólann á Akranesi í morgun. Þetta voru krakkarnir í leikskólanum Vallarseli, en einn liður í skólastarfi tónlistarskólans er að fá leikskólakrakka í heimsókn einu sinni á vetri og kynna þar hin ýmsu hljóðfæri fyrir framtíðarnemendum skólans. Hafi einhver feimni gert vart við sig í upphafi heimsóknarinnar var hún fljót að hverfa þegar tónarnir fóru að flæða og krakkarnir fengu að glíma við að þekkja lögin ásamt því að þau voru frædd um hljóðfærin. Það vantaði ekkert upp á að þau þekktu lögin og tekið var hressilega undir meðal annars þegar Halldór Sighvatsson blásturskennari lék Línu langsokk á saxafóninn.

Harmonikkan var líka meðal þeirra hljóðfæra sem krakkarnir voru greinilega spennt fyrir og lýsti rússneski harmonikkukennarinn Juri Fedorov öllum leyndardómum nikkunnar fyrir gestunum ungu. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is