Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. mars. 2009 08:01

Páll á Húsafelli opnar stórsýningu á fimmtugsafmælinu

Páll með nokkrar mannamyndir sínar
Klukkan 17 í dag opnar Páll Guðmundsson stóra afmælissýningu á verkum sínum í tilefni þess að hann fyllir í dag fimmta tuginn. Sýningin heitir “Vinir mínir” og eru þar sýnd yfir 100 verk, allt myndir af fólki. Sum verkanna verða til sölu en mörg þeirra eru úr einkaeigu. “Þetta eru málaðar, teiknaðar og svellþrikksmyndir gerðar á árabilinu 1981 til dagsins í dag, málningin á sumum þeirra er varla þornuð. Margar myndanna eru í fullri stærð. Þar eru ýmsir sveitungar mínir og menn sem ég hef haft áhuga á að mála, hef kynnst vel og gert þessar myndir af gleði og áhuga. Ég ákvað að halda veglega sýningu og heiðra allt þetta góða fólk sem þarna verður til sýnis,” segir Páll í samtali við Skessuhorn.

Páll segir að margir gömlu félaga sinna séu og hafi verið myndrænir og hluti af landinu sem við búum í. “Nefni ég sem dæmi Einar á Steindórsstöðum, Kristófer í Kalmanstungu, Daníel á Fróðastöðum, Þorstein í Giljahlíð, Hallstein Sveinsson og ýmsa fleiri sem myndir eru af í fullri stærð. Þá má nefna þjóðþekkta einstaklinga eins og Steindór Andersen, félagana í Sigurrós, Gunnar Kvaran, Ástríði Öldu Sigurðardóttur frænku mína og ýmsa fleiri.”

 

Við opnun sýningar Páls í Gallerý Art Reykjavík á Skúlagötu 30 í Reykjavík mun Thor Vilhjálmsson flytja nokkur orð. Þá mun Gunnar Kvaran spila á selló. "Loks verður fluttur hluti úr Hrafnagaldri Óðins og munu gera það félagar mínir; drengirnir í Sigurrós, Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson. Sýningin Vinir mínir verður uppi til og með 19. apríl nk.," sagði Páll að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is