Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2009 04:49

Hvalfjarðarsveit og Hafnarfjörður efst á blaði fyrir staðsetningu gagnavers

Hvalfjarðarsveit og Hafnarfjörður eru efst á blaði varðandi staðsetningu gagnavers eða netþjónabús sem undirbúningsfélagið Titan Global hefur í hyggju að reisa hér á landi. Stefnt er á að framkvæmdir geti hafist í byrjun næsta árs. Jónas Tryggvason framkvæmdastjóri félagsins segir að það stefni fullum fetum á að netþjónabú verði risið á báðum þessu stöðum innan fimm ára. Jónas segir að staðirnir hafi margt umfram aðra staði sem skoðir hafi verið í þessum tilgangi, en þess má geta að við hvert netþjónabú fyrir sig er áætlað að starfi um 100 manns, það er einn á hvert megavatt sem til búsins þarf í orku. 

Það er einmitt staðsetning iðnaðarlóða í Hvalfjarðasveit, skammt frá Grundartanga, og í Hafnarfirði sem ráða mestu um að þessi sveitarfélög eru efst á blaði. „Á báðum stöðum eru iðnaðarsvæðin skammt frá spennivirki og tengingu við orkuna og líka langt frá flugvelli eða hraðbraut, sem tryggir öryggi gagnanna,“ segir Jónas Tryggvason. Hann segir að tíminn verði nú nýttur m.a. til að leigja eða selja netþjónabúið til einhvers stórs notanda, sem jafnframt kæmi að fjármögnun framkvæmda og uppbyggingu netþjónabúanna.

„Það er græna orkan við rekstur netþjónabúsins sem við ætlum að sé mest spennandi fyrir þessa stóru viðskiptavini, eins og Microsoft, Google eða einhverja aðra. Í sumar verður lokið við að leggja nýjan sæstreng þannig að flutningsgetan og öryggið um flutning um tvær leiðir er tryggð,“ segir Jónas. Eins og áður segir er stefnt á að framkvæmdir geti hafist, „eða tilbúið fyrir skóflu,“ eins og Jónas orðar það í byrjun næsta árs. Mikið rými þarf fyrir netþjónabú, um öflug mannvirki er að ræða og bygging þeirra mannfrek.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is